SSV-þróun og ráðgjöf og Símenntunarmiðstöð Vesturlands í samvinnu við Útflutningsráð Íslands standa fyrir námskeiði í markaðssetningu á netinu, en það er byggt á samnefndri bók sem kom út á dögunum.

Kennarar eru Guðmundur Arnar, markaðsstjóri hjá Icelandair og Kristján Már hjá Nordic eMarketing. 

Um hvað snýst námskeiðið?

Farið verður yfir helstu samskiptaleiðir netsins á hagnýtan hátt með áherslu á ferðaþjónustu og hvernig samskiptaleiðir netsins geta skapað miklar tekjur. Markmiðið er að þátttakendur öðlist þekkingu sem nýtist þeim strax í starfi.

Kennslan byggir á bókinni "Markaðssetning á netinu" en bókin er innifalin í þátttökugjaldi námskeiðsins.

Námskeiðið verður haldið á tveimur stöðum á Vesturlandi fyrri partinn í mars:

  • Þriðjudaginn  9. mars kl. 18:00 - 22:00 í  Fjölbrautaskóla Snæfellinga.
  • Miðvikudaginn 10. mars kl. 18:00 – 22:00 í húsnæði Símenntunar Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi 

 

Verð:  18.500 kr. (bókin innifalin)