Námskeiðið hentar öllum og verður sniðið að þörfum og getu þátttakenda. Líkamlegur styrkur er ekki höfuðatriði á þessu námskeiði heldur forvitni og áhugi.

Námskeiðið hefst á Arnarstapa kl.10. laugardaginn 3. september, með stuttum fræðilegum inngangi í Samkomuhúsinu. Þátttakendur finna sér hentugan stein í Stapagili og hefjast handa við steinhöggið með hamri og meitli undir handleiðslu Gerhards König myndhöggvara. Öll verkfæri verða á staðnum. Unnið verður til kl.16 með matar og kaffipásum.

Sunnudaginn 4. september verður byrjað kl.10 og endað á fyrirlestri í Samkomuhúsinu kl.14 Aðal viðfangsefnið verður steinhögg en auk þess fá þátttakendur að vinna með rekavið og annan efnivið.

Námskeiðið er haldið í samvinnu Svæðisgarðsins Snæfellsness og Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands með styrk frá Uppbyggingasjóði Vesturlands.

Verð: 15.000 kr

Skráning í sími: 433- 6923 eða brynja@simenntun.is