Laugardaginn 10. október er fyrirhugað námskeið í tælenskri matargerð í Samkomuhúsi Grundarfjarðar. Hrafnhildur Jóna mun leiða þátttakendur í gegnum nokkra vinsælustu rétti hins kraftmikla tælenska eldhúss. 

Námskeiðið er liður í dagskrá Rökkurdaga í Grundarfirði sem fram fara dagana 8.-17. október. Þátttökutilkynningar berist fyrir mánudaginn 5. október á netfangið hildurj@krums.is.