Mengun í íslenskum jarðvegi er mun meiri og algengari en ætla mætti og ljóst að mörg verkefni er varðar jarðvegsmengun bíða fagmanna í framtíðinni. Umfang er þó ekki að öllu leiti þekkt. Hreinsun er kostnaðarsöm, og felur í sér mörg stig, svo sem áhættugreiningu, hreinsunaraðgerðir, lokamat, vöktun auk mats og bóta fyrir skaða eða tjón sem mengunin veldur, beint eða óbeint. Vakin er athygli á því að væntanleg er sérstök Evróputilskipun um varnir gegn mengun í jarðvegi.

Landbúnaðarháskóli Íslands og University of Aberdeen í samstarfi við Umhverfisstofnun standa að námskeiði um mengun í jarðvegi og mótvægisaðgerðir dagana 7.- 9. maí 2007 frá kl. 9:00 - 16:00. Námskeiðið er haldið í húsakynnum LbhÍ á Keldnaholti. Leiðbeinandi: Dr. Graeme Paton, o.fl. frá University of Aberdeen. Námskeiðið er ætlað fyrir fagfólk, eftirlitsaðila, sérfræðinga á verkfræðistofum og ráðgjafa er koma að umhverfismálum sem og aðra sem fjalla um mengunarmál.

 

Skráningarfrestur rennur út 18. apríl nk. 

Hér má sjá meira um námskeiðið