Gunnar Pétur Gunnarsson, slökkviliðsstjóri og Bergur Hrólfsson, varaslökkviliðsstjóri fóru í gær á námsstefnu á vegum Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS). Markmið með námsstefnunni er að gefa félögum LSS færi á að kynna sér nýungar í búnaði og starfi.

 

Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá þar sem félagar geta setið fyrirlestra, tekið á í verklegum æfingum og hitt aðra félaga og borið saman bækur sínar. Námskeiðið stendur í 4 daga.