Þátttakendur í USEVENUE verkefninu verða með námstefnu í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði mánudaginn 4. október nk. frá kl 9-12.   Þar mun verkefnið verða kynnt og umræður um hvernig Snæfellingar geti lært af nágrannaþjóðum okkar í skipulagningu og framkvæmd viðburða og miðlað af sinni reynslu. Jafnframt munu koma fram hugmyndir að nýjum verkefnum.  

USEVENUEverkefnið er styrkt af Norðuslóðaáætlun EB og er ætlað að efla félags- og efnahagslegan styrkleika þeirra svæða sem það nær til með verkefnum sem miða að sköpun sjálfbærra verkefna og atburða á viðkomandi svæði. Verkefnið nær til Finnlands, Svíþjóðar og Skotlands en á Íslandi eru Héraðsnefnd Snæfellinga og Ísafjarðarbær aðilar að verkefninu.  Heildarfjármagn verkefnisins er um  90 milljónir króna. Námstefnan í Grundarfirði er haldinn í tengslum við fund þessara aðila á Íslandi.