- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Nokkrir nemendur tónlistarskóla Grundarfjarðar spiluðu fyrir gesti UT ráðstefnunnar sem nú stendur yfir í Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Um var að ræða 30 mínútna tónleikadagskrá og spiluðu nemendur skemmtileg lög á meðan ráðstefnugestir voru að koma sér fyrir.
Ólöf Rut og Diljá úr 10. bekk spila á UT ráðstefnu |
Allir nemendurnir stóðu sig með mikilli prýði en þau voru: Dagfríður Ósk Gunnarsdóttir sem lék á píanó, Örn Ingi Unnsteinsson á bassa, Diljá Dagbjartsdóttir og Ólöf Rut Halldórsdóttir sem léku á þverflautur. Þetta eru nokkrir af eldri nemendum skólans sem hafa sýnt miklar framfarir á þessu ári. Kennarar skólans sáu einnig um undirleik með nemendunum.
Örn Ingi Unnsteinsson spilar á UT ráðstefnu |