- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Að frumkvæði fulltrúa Grundarfjarðarbæjar í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi samþykkti stjórnin svohljóðandi bókun um heilbrigðismál á síðasta fundi sínum:
"Stjórn SSV gagnrýnir viðvarandi niðurskurð á fjárveitingum til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og skorar á nýja ríkisstjórn og heilbrigðisráðherra að standa vörð um heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni , með sérstaka áherslu á heilsugæsluna."
"Stjórn SSV lýsir áhyggjum yfir öryggi íbúa og lögreglumanna á Vesturlandi. Stór svæði á Vesturlandi eru oft á tíðum án nærþjónustu lögreglunnar og hefur niðurskurður í löggæslumálum lagt auknar, og allt að því óraunhæfar, byrðar á starfsfólk sem sinni löggæslu. Nauðsynlegt er að tekið sé tillit til landsstærðar og dulinnar búsetu á svæðum þegar fjármagni til löggæslu er útdeilt."