Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Northern Wave hefst í samkomuhúsi Grundarfjarðar á morgun. Undanfarna daga hefur skipuleggjandinn, Dögg Mósesdóttir haft í mörgu að snúast við að undirbúa og kynna hátíðina. Í Morgunblaðinu í gær var umfjöllun um hátíðina og skemmtilegt viðtal við Hilmar Oddsson. Þar segir hann að staðsetningin gefi hátíðinni ævintýralegan blæ en hátíðin sjálf uppfylli stórborgarstaðla að gæðum. Dögg var í viðtali í gæmorgun (miðvikudag) á rás 2 kl. 07.15 en í fyrradag í löngu og ítarlegu viðtali á rás 1 eftir 9 fréttir. Þeir sem vilja forvitnast um hátíðina og Dögg sjálfa er bent á að hlusta má á viðtölin á www.ruv.is  

Samkomuhúsið opnar kl. 17 á morgun, föstudag en sýningar hefjast kl. 18.