Kvikmyndahátíðin Northern Wave International Film Festival er á lista yfir þau tíu verkefni sem eiga möguleika á að hljóta Eyrarrósina árið 2016 fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Það er til mikils að vinna því handhafi Eyrarrósarinnar fær, auk nafnbótarinnar, 1.650.000 krónur auk flugferða frá Flugfélagi Íslands.

Hin tvö verkefnin sem komast í úsrslit fá 300.000 krónur hvort auk flugferða innanlands.

Eyrarrósin verður að þessu sinni afhent í Frystiklefanum á Rifi sem hlaut Eyrarrósina á síðasta ári. Dorrit Moussaieff forsetafrú er verndari Eyrarrósarinnar og afhendir verðlaunin.