Það var notaleg stemmning í Sögumiðstöðinni þegar ungir nemendur úr Grunnskóla Grundarfjarðar og leikskóladeildinni Eldhömrum litu inn. Unga fólkið naut sín vel með kakó og smákökur frá Kaffi Emil og lásu bækur. Krakkarnir á Eldhömrum horfðu einnig á skemmtilega jólamynd inni í Bæringsstofu.

 

Það er mikil tilhlökkun fyrir jólunum meðal barnanna og nefndu þau sum að biðin eftir hátíðunum væri orðin dálítið löng.