Mynd: Linda María Nielsen
Mynd: Linda María Nielsen

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Um liðna helgi var haldin mikil tónlistarveisla um allt land, Nótan uppskeruhátíð tónlistarskólanna. Tónlistarskólar á vesturlandi og vestfjörðum komu saman í Stykkishólmskirkju laugardaginn 19.mars og voru þar hinir glæsilegustu tónleikar þar sem nemendur 6 tónlistarskóla komu fram og stóðu allir sig með prýði. Fulltrúar tónlistarskólans í Grundarfirði voru þeir Einir Hugi Guðbrandsson og Haukur Orri Bergmann Heiðarsson. Þeir fluttu lagið Mo´ better blues eftir Bill Lee á rafmagnsgítar og léku m.a. báðir snilldar sóló. Það má svo sannarlega segja að framtíðin sé björt hjá öllum þeim hæfileikaríku nemendum sem fram komu.