Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskóla 2022, fer fram á fimm svæðistónleikum um allt land um helgina. Tónleikar fyrir Vesturland og Vestfirði verða haldnir í Stykkishólmskirkju laugardaginn 19.mars kl 14:00, allir velkomnir og aðgangur ókeypis. 

Fulltrúar Tónlistarskóla Grundarfjarðar eru Einir Hugi Guðbrandsson og Haukur Orri Bergmann Heiðarsson, þeir munu spila dúett á rafgítar. 

 

Tónlistarskólar landsins eru um níutíu talsins. Þar fer fram gríðarlega fjölbreytt og öflugt starf og með hátíðinni er kastljósinu beint að þessum samfélögum og tónlistarnemendum veittar viðurkenningar fyrir afrakstur vinnu þeirra. Markmiðið er að auka sýnileika og styrkja tengsl tónlistarskóla við umhverfi sitt.

 

Tónleikunum er einnig streymt á youtuberás Stykkishólmskirkju: Stykkishólmskirkja Stykkishólmi - YouTube