Nótan 2024

 

Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskólanna, fór fram um liðna helgi, 13. og 14.apríl. 

Að Nótunni standa Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) og Samtök tónlistarskólastjóra (STS) og NÓTAN hefur verið árlegur viðburður hjá tónlistarskólunum frá árinu 2010. Hátíðin er í senn faglega hvetjandi og skemmtilegt innlegg í skólastarfið fyrir alla aðstandendur skólanna jafnt innan veggja þeirra sem utan. 

Í ár var uppskerunni fagnað með svæðisbundnum tónleikum úti á landsbyggðinni.

Svæðistónleikar Vesturlands og Vestfjarða fóru fram í Tónbergi, sal Tónlistarskólans á Akranesi, laugardaginn 13. apríl.

Fyrir hönd Tónlistarskóla Grundarfjarðar fóru þau Einir Hugi Guðbrandsson, Mýrún Lotta Loftsdóttir Klee og Reynir Már Jónsson ásamt Valbirni Snæ Lilliendahl kennara. Þau frumfluttu 2 ný lög, annað eftir Eini Huga og hitt eftir Reyni Má. Þau stóðu sig með stakri prýði og voru skólanum sínum til mikils sóma. Þau eiga greinilega framtíðina fyrir sér í tónlist og ekki síður við lagasmíðar.