Fréttatilkynning frá Svæðisgarðinum Snæfellsnes

 

Um er að ræða matarmarkað þar sem framleiðendur á Snæfellsnesi kynna og selja afurðir sínar. Allir eru velkomnir. Hvatt er til samtals og samstarfs. Markmiðið er að varpa ljósi á mat sem framleiddur er á Snæfellsnesi, að hægt sé að kaupa mat og ræða við framleiðendur. Matarmerki svæðisgarðsins Snæfellsnes verður kynnt. Einnig verða kynntar hugmyndir um enduropnun Sjávarsafns í Ólafsvík. Staður og stund: 31. október n.k. í Sjávarsafninu í Ólafsvík frá kl. 12 - 16.

 

Þeir sem vilja kynna eða selja matvæli þurfa að skrá sig fyrir miðvikudaginn 28. október n.k.

Svæðisgarðurinn Snæfellsnes

ragnhildur@snaefellsnes.isog 8486272