Öll þrjú efstu liðin náðu góðu skori nú um helgina og náðu Sætir efsta sætinu af EÝ 1825á betra skori. Hársport United sækir fast að þessum hópum. F.C. Verktakar halda sínu 4. sæti með 9 stig núna og þá halda Bræðurnir 5. sæti. S.G. hópurinn sem tippaði núna beint frá Newcastle náði 9 stigum, þeir gáfu loforð um að koma ekki heim ef þeir yrðu undir 10 stigum, svo það fækkar sennilega í Hópleiknum næstu helgi.

Carragher komst núna á flug og náði sínum besta árangri frá byrjun, enda mætti Frikki sprækur og hress því Finni var úti á sjó og úr símasambandi. Góð Mál f.c.halda sínu striki með 10 stig. Félagarnir í West-Pool náðu sér vel á flug þessa helgi með 11 stig skoruð og eru í 9. sæti. Feðgarnir bættu árangur sinn frá síðustu helgi um 100% og náðu 10 stigum, enda var það Tryggvi sem stjórnaði þessari spá. ESSO jók árangur sinn einnig um 100% og var það Silla sem tippaði núna beint frá Skagafirði (Skagfirska loftið hefur greinilega áhrif). Guðni og sonur færðust upp í 12. sætið með 9 stig núna. Fuglarnir náðu 9 stigum sem er bæting frá því síðast, og var það Heimir sem sá um að tippa því Geiri var erlendis. Eitthvað hafa ættarböndin hjá Frænkunni batnað frá síðustu helgi því hún náði 10 stigum. Það er farið að styttast í Lengjunni þrátt fyrir stuðning frá klúbbnum í Englandi, en þeir eru komnir í 15. sætið úr því 12. Svanhildur Björk náði sér loksins á strik með 11 stig núna frá 5 um síðustu helgi, enda kom Dabbi ekki nálægt þessari spá. HGS vermir núna neðsta sætið en það verður nú varla lengi.

 

Áskorendakeppnin

 

Þeir áttust aftur við Tryggvi og Villi og náðu góðu skori, báðir voru með 10 rétta. Því þurfa þeir að mætast aftur um næstu helgi.