Leitum að týndum bókum.
12. apríl 2007 hafa fundist 13 bækur af 116 síðan í lok febrúar. Í tiltekt í lánþegaskrá voru 54 týndar bækur til viðbótar.

Nú þurfum við því að finna 159 bækur. Verum vakandi fyrir sameign okkar.
Fordyri Smiðjunnar er oft opið og þar er kassi sem má skila bókum í.
Og munið að þegar tilkynnt er um bók sem ekki finnst hætta sektir að hlaðast upp. 

Fyrir utan þessar bækur eru margar í vanskilum hjá fólki sem svarar ekki pósti eða síma og er sumt flutt burtu. Hjá Bókasafni Grundarfjarðar er ekki innheimt með greiðsluseðlum fyrr en í síðustu lög. Komið hefur fyrir að fólk sem ekki svarar kalli missi lánsleyfi á öðrum bókasöfnum sem eru tengd Gegni.

Sunna Njálsdóttir