Skrifað hefur verið undir samning við Tígur ehf. um endurbætur á aðstöðu smábáta í Grundarfjarðarhöfn.

Núverandi aðstaða smábáta er sprungin og eftir útboðsferli var tilboði Tígurs ehf. í stækkun smábátaaðstöðunnar tekið. Framkvæmdin felst í dýpkun, grjótvörn, steypa landstöpul og nýja 50 m flotbryggju.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Hafstein Garðarsson, hafnarstjóra og Jónas Jónbjörnsson skrifa undir verksamninginn undir vökulu auga fulltrúa Siglingastofnunar, Rob P.M. Kamsma. Kostnaður við verkið  er um 27,5 millj. kr.

Teikning af fyrirhugaðri framkvæmd.