Verið er að vinna að hugmynd um að merkja gönguleið frá Ljósufjöllum að Snæfellsjökli og á leiðin að liggja eftir fjallshryggnum. Boðað verður til kynningarfundar á næstu vikum þar sem hugmyndin verður kynnt fyrir áhugasömum. Í tengslum við þetta verkefni er líklegt að stofnað verði ferðafélag sem myndi vinna að uppbyggingu á gönguleiðum á svæðinu.

Mynd: Guðjón Elísson