Útbúin hefur verið ný gönguleið í grunnskólann fyrir skólabörnin sem búa á Hjaltalínsholtinu og þar í grennd.  Gönguleiðin liggur meðfram Ölkelduvegi að Hrannarstíg og svo meðfram Hrannarstígnum að Smiðjustíg.  Reiknað er með að börnin gangi svo meðfram Smiðjustígnum í skólann og sömu leið til baka.  Settar hafa verið gangbrautir á Ölkelduveginn og Hrannarstíginn þar sem eðlilegast er að fara yfir þessar götur á gönguleiðinni.  Þetta er gert núna til þess að börnin þurfi ekki að ganga alla leiðina eftir og meðfram Ölkelduvegi sem nú er illa fær vegna bygginga- og gatnaframkvæmda.  Framkvæmdirnar gera það að verkum í vetur að ekki verður unnt að leggja varanlega gangstétt meðfram Ölkelduveginum fyrr en næsta sumar í fyrsta lagi.  Foreldrar eru eindregið hvattir til þess að leiðbeina börnunum og vísa þeim á gönguleiðina.