Enn skarpari vefsjá, staðsett neðarlega á forsíðu bæjarvefsins
Enn skarpari vefsjá, staðsett neðarlega á forsíðu bæjarvefsins

Grundarfjarðarbær samdi á dögunum við VSB verkfræðistofu um myndatöku með dróna af öllu þéttbýlinu. Þetta er gert í tengslum við framkvæmdir og ýmis skipulagsverkefni sem staðið hafa yfir og eins þau verkefni sem eru framundan. Góð loftmynd er mikilvægt tæki fyrir alla sem koma að slíkum verkefnum.

Nú hefur nýja loftmyndin verið felld inn í vefsjá sveitarfélagsins þannig að allir geta séð hve skörp hún er, en upplausnin er 5 cm. Góð gögn eru hverju samfélagi mikilvæg og hér er stigið stórt skref fram á við í þeim efnum. 

Með því að smella hér opnast vefsjáin beint yfir Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Síðan er hægt að þysja út og inn og skoða allt sveitarfélagið úr lofti.