Drög að nýrri samþykkt um hundahald í Grundarfjarðarbæ eru nú til vinnslu. Á íbúafundinum í vikunni voru þau lögð fram til kynningar og eru nú aðgengileg á vefnum. Mikilvægt er að fá athugasemdir og ábendingar íbúa við þessum drögum. Athugasemdir sendist fyrir 28. maí á netfangið grundarfjordur@grundarfjordur.is.

Helstu breytingar frá núverandi samþykkt um hundahald:

  • Nýja samþykktin er mun ítarlegri og skýrari
  • Betri skilgreiningar á réttindum og skyldum hundaeigenda
  • Betri skilgreiningar á skyldum Grundarfjarðarbæjar
  • Fjöldi hunda á heimili takmarkaður við tvo
  • Skilyrði fyrir leyfi skilgreind
  • Alla hunda þarf að skrá
  • Umsóknarferlið endurskoðað og skilgreint
  • Óleyfilegar hundategundir tilgreindar
  • Leyfi til hundahalds í fjölbýli skilgreint
  • Nánari skilgreining á skyldum um hreinsun hunda
  • Skylt að örmerkja hunda
  • Bráðabirgðarskráningar á hunda sem eru hér tímabundið
  • Umgengnisskyldur tíundaðar
  • Staðir þar sem óheimilt er að vera með hunda fleiri en nú
  • Staðir þar sem hundar mega vera lausir eru skilgreindir
  • Málsmeðferð vegna aflífunar hunda skilgreind
  • Verksvið dýraeftirlitsmanns skilgreint

Allir skráðir hundaeigendur í Grundarfirði munu fá drögin send til kynningar.

Bæjarstjórinn í Grundarfirði