Haustsólin skín í Framsveitinni 1. október 2020.
Haustsólin skín í Framsveitinni 1. október 2020.

Samkvæmt upplýsingum frá sóttvörnum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og almannavörnum greindust tvö ný smit í Grundarfirði nú síðdegis. Smitin tengjast smitinu sem greindist í gær. Þrír einstaklingar eru því komnir í einangrun í Grundarfirði þegar þetta er skrifað. Rakningateymi er að störfum og með kvöldinu ætti að skýrast hverjir þurfa að fara í sóttkví til viðbótar þeim sem fyrir voru. 

Tugur sýna var tekinn í gær á heilsugæslustöð HVE í Grundarfirði, bæði frá fólki með einkenni og að beiðni rakningateymis. 
Mikið var einnig um fyrirspurnir til starfsfólks heilsugæslustöðvarinnar í gær, en minna um þær í dag.