Grundarfjarðarbær er að hefja undirbúning að byggingu nýrrar sundlaugar og íþróttahúss, sem verður staðsett sunnan við núverandi íþróttahús samkvæmt hugmyndum sem Zeppelin arkitektar hafa lagt fram.  

 

Á þessum tímapunkti er mikilvægt að draga fram þau markmið sem verða höfð að leiðarljósi við hönnun mannvirkisins.  Hvaða atriði á að setja í forgang og hvaða atriði er æskileg að ná fram þannig að aðstaða til íþróttaiðkunar í Grundarfirði verði sem best og gagnist sem flestum.        

 

 

Íbúum gefst nú kostur á að koma sjónarmiðum sínum um fyrirhuguð mannvirki á framfæri við bæjaryfirvöld.   Ábendingar og hugmyndir óskast sendar á netfangið baejarstjori@grundarfjordur.is fyrir 1. september nk.