Nýbakaðir Grundfirðingar komu saman í safnaðarheimilinu síðastliðinn fimmtudag. Börn fædd á árinu 2008 eru ellefu talsins og búist er við því tólfta nú rétt fyrir hátíðirnar.  

Hópurinn er með eindæmum glæsilegur eins og sést hér á myndinni. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson bæjarstjóri  og Hildur Sæmundsdóttir færðu þeim sængurgjafir fyrir hönd Grundarfjarðarbæjar og Heilsugæslustöðvarinnar í Grundarfirði.

Efri röð frá vinstri: Einar Gísli Wium Hlynsson, Páll Hilmar Guðmundsson, Gabríel Snær Óskarsson Ingimar Louis Árnason, Guðbjörg Ósk Gunnarsdóttir, Sigurjón Birgir Gunnarsson, Brynjar Snær Ragnhildarson, Drengur Magnússon.

Fremri röð frá vinstri: Heiðrún Oddsdóttir, Heiðdís Rut Eymarsdóttir, Hjördís María Vilbergsdóttir

Hér má nálgast fleiri myndir af gleðinni.