Líkt og undanfarin ár var haldin samverustund í Sögumiðstöðinni þar sem saman komu þau börn sem fæddust í Grundarfirði á síðastliðnu ári, ásamt foreldrum sínum. Árið 2016 fæddust sex börn, fjórir strákar og tvær stelpur.

Grundarfjarðarbær hefur á undanförnum árum fært nýburum og foreldrum þeirra gjafir í samstarfi við heilsugæsluna, leikskólann Sólvelli, bókasafnið, kirkjuna og slysavarnardeildina. Glatt var á hjalla í Sögumiðstöðinni og gaman að sjá nýju Grundfirðingana saman komna ásamt foreldrum við þetta tækifæri.