Undanfarnar vikur hafa staðið yfir breytingar og endurbætur á sundlaug bæjarins. Komnir eru tveir nýir pottar og verða góðar tröppur með handriði settar við þá til að auðvelda aðgengi að pottunum. Einnig er verið að breyta stiganum ofan í sundlaugina og verður hann meira aflíðandi ofan í laugina sem gerir aðgengi í hana auðveldari. Þá er verið að mála búningsklefana, endurnýja grindverkið í kringum sundlaugargarðinn og að lokum verður restin af grasinu í garðinum fjarlægð og gervigras sett í staðinn.

 

Stefnt er að því að öllum framkvæmdunum utan girðingar og grasskiptum verði lokið áður en skólasundið hefst þann 26. apríl nk. Þann dag hefst morgunopnun fyrir almenning kl 7-8:30 mánudaga til miðvikudaga en kl 7-8 á fimmtudögum og föstudögum. Seinniparts opnun er í skoðun á virkum dögum meðfram skólasundi og verður það auglýst nánar á næstu dögum.

 

Sumaropnun hefst síðan þann 19. maí og verður þá opið kl 7-21 á virkum dögum en kl 10-18 um helgar.