Skólastjóri Grunnskólans

Gerður Ólína Steinþórsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Grunnskóla Grundarfjarðar. Gerður hefur lokið meistaranámi í stjórnunarfræði menntastofnana og er einnig byggingafræðingur að mennt. Kjörsvið hennar í kennaranámi var upplýsingatækni og miðlun.

Gerður hefur starfað við umsjón tölvukerfa auk kennslu, nú síðast í Hólabrekkuskóla í Reykjavík. Gerður hefur störf seinni hluta júlímánaðar og er hún boðin velkomin til starfa.

 

Aðstoðarskólastjóri Grunnskólans

Ásdís Snót Guðmundsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Grundarfjarðar. Ásdís er leik- og grunnskólakennari að mennt og er í meistaranámi í stjórnunarfræði menntastofnana. Hún hefur starfað sem kennari við Grunnskóla Vesturbyggðar sl. 14 ár, frá 2011 sem deildarstjóri Bíldudalsskóla.

Ásdís hefur störf í ágúst og er hún boðin velkomin til starfa.

 

Umsjónarmaður fasteigna

Gunnar Jóhann Elísson tók nýlega við starfi umsjónarmanns fasteigna. Gunnar Jóhann (Hanni) er byggingafræðingur og búfræðingur að mennt og starfaði hjá Grundarfjarðarbæ við húsvörslu í grunnskólanum hér á árum áður.

Hanni er boðinn velkominn til starfa.