Grundarfjörður, 27. júní 2021
Grundarfjörður, 27. júní 2021

Á miðnætti 25. júlí tók gildi ný reglugerð um takmarkanir á samkomuhaldi vegna Covid-19 og gildir til 13. ágúst nk., nema aðrar breytingar verði gerðar fyrr. Helstu atriðin eru:

  • Almennar fjöldatakmarkanir eru 200 manns. Börn fimm ára og yngri (fædd 2016 og síðar) eru undanþegin.
  • Nálægðarregla er almennt 1 metri milli þeirra sem "ekki eru í nánum tengslum". Börn fimm ára og yngri undanþegin. Eins metra reglan gildir þannig t.d. um heitu pottana í sundlaug.
  • Grímuskylda er innanhúss þar sem ekki er unnt að halda 1 metra reglu milli fólks og t.d. þar sem erfitt er að loftræsta. Börn fimm ára og yngri eru undanþegin.
  • Söfnum, sund- og baðstöðum er heimilt að hafa opið fyrir 75% af hámarksfjölda leyfilegra gesta. Sameiginlegan búnað skal sótthreinsa milli notenda.
  • Tjaldstæði fari eftir leiðbeiningum sóttvarnalæknis og Ferðamálastofu. 
  • Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna heimilar með og án snertinga með 100 manna hámarksfjölda. Hámarksfjöldi áhorfenda 200 manns í rými sem skulu skráðir í sæti. Veitingasala óheimil á keppnisstöðum.
  • Æfingar og sýningar sviðslista og sambærilegrar starfsemi heimilar með allt að 100 manns á sviði. Hámarksfjöldi áhorfenda 200 manns í rými, svo sem í bíóhúsum. Heimilt að hafa hlé en enga veitingasölu. Skrá skal gesti í sæti.
  • Hámarksfjöldi viðskiptavina í verslunum er 200.
  • Hámarksfjöldi gesta við athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga er 200.
  • Opnunartími veitingastaða, skemmtistaða o.þ.h. er til kl. 23:00 (tæma þarf staði fyrir miðnætti) og hámarksfjöldi gesta 100 manns í rými. Vínveitingar bornar fram til sitjandi gesta. Skrá skal gesti. 

Hér má lesa reglugerð heilbrigðisráðherra.

Hér er nánari umfjöllun/skýringar á reglunum.

Hér er pólsk útgáfa af reglunum - Obowiązujące ograniczenia.

Hér er ensk útgáfa af reglunum - Covid restrictions as of July 25th