Í síðustu viku voru settar upp nýjar tölvur í grunnskólanum. Annars vegar voru endurnýjaðar tölvur í tölvustofunni en auk þess voru keyptar fartölvur og sett upp þráðlaust net sem hefur þann kost að hægt er að nýta tölvur til kennslu í öllum kennslustofum skólans.

 

Síðustu daga hefur verið unnið að uppsetningu á þráðlausa netinu og reyndi fyrst á það nú í morgun á þemadögum sem standa yfir í skólanum.

 

Þegar fréttamaður leit við voru nemendur að vinna á fartölvurnar í flestum kennslustofum. Almenn ánægja er meðal kennara og nemenda með þessar nýju tölvur, a.m.k. voru nemendur niðursokknir í vinnu og gáfu sér varla tíma til að brosa framan í myndavélina.