Bæjarstjórn Grundarfjarðar hefur samþykkt reglur um greiðslur til dagforeldra vegna dagvistarrýma sem ekki tekst að fylla í tímabundið.  Reglur þessar eru settar til reynslu í eitt ár og verða teknar til skoðunar að þeim tíma liðnum í ljósi fenginnar reynslu.  Bæjarstjórnin vonar að með þessari nýjung skapist aukið atvinnuöryggi fyrir starfandi dagforeldra og að þær stuðli að því að framboð dagvistarrýma aukist til hagsbóta fyrir foreldra barna undir leikskólaaldri.