Nú í desember tók nýr aðalbókari/ritari til starfa á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar.  Nýi aðalbókarinn er Kristín Pétursdóttir sem starfað hefur um hríð sem þjónustufulltrúi á skrifstofunni.  Kristín er þ.a.l. ekki ókunnug vinnuumhverfinu og mun það nýtast henni vel í byrjuninni.  Kristín lauk námi til löggildingar sem bókari nú desember.  Kristín tekur við af Andrési B. Andreasen sem hefur gegnt starfinu í eitt ár, en hverfur nú til starfa hjá Reykjavíkuborg.  Um leið og Kristín er boðin velkomin í nýtt starf eru Andrési þökkuð góð störf í þágu Grundarfjarðarbæjar.