Guðmundur Ingi Gunnlaugsson

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson fyrrverandi sveitarstjóri Rangárþings ytra verður bæjarstjóri í Grundarfirði.  Hann hefur starfað undanfarin sextán ár sem sveitarstjóri,  fyrst í tólf ár hjá Rangárvallahreppi og síðastliðin fjögur ár í nýju sameinuðu sveitarfélagi Rangárþingi ytra.  Guðmundur Ingi tekur til starfa 1. september næstkomandi.