Frétt á vef Skessuhorns:

Reykofninn í Kópavogi og Fisk hafa nýverið fest kaup á Hjalteyri EA 310 sem er 77,9 tonn að stærð. Eigandi að Hjalteyrinni var samnefnt útgerðafélag á Akureyri. Báturinn var smíðaður á Seyðisfirði árið 1974, þilfar var hækkað árið 1988 og hefur báturinn verið lengdur tvisvar sinnum, fyrst árið 1995 og svo aftur árið 1997. Hjalteyrin mun fá nafnið Hannes Andrésson SH og skipstjóri verður Bergur Garðarsson. Verður farið með bátinn í slipp í Njarðvík næstu daga þar sem hann veriður málaður og smálagfæringar fara fram. Síðan verður báturinn gerður klár á veiðar frá Grundarfirði en þangað mun hann koma  eftir áramót.

Hannes verður gerður út á ígulkerjaveiðar til að byrja með en síðan verður farið að huga að sæbjúgnaveiðum.