Björg Karlsdóttir hefur verið ráðin sem leikskólastjóri Leikskólans Sólvalla og hóf störf í byrjun september. Björg hefur langa reynslu sem leikskólakennari og starfaði m.a. sem leikskólastjóri á Reykhólum og sem aðstoðarleikskólastjóri í Færeyjum. Björg hefur góða reynslu í uppbyggingu á starfi leikskóla.

 

Björg tekur við af Matthildi Guðmundsdóttur, sem hættir nú að eigin ósk sem leikskólastjóri. Matthildur hefur verið starfsmaður leikskólans frá upphafi, eða í tæp 38 ár og síðustu sex árin sem leikskólastjóri. Það er mikið lán fyrir Grundarfjarðarbæ að fá áfram að njóta starfskrafta hennar í 50% stöðugildi við leikskólann.

 

Um leið og Matthildi eru þökkuð góð störf er Björg Karlsdóttir boðin hjartanlega velkomin til starfa.