Anna Rafnsdóttir hefur verið ráðin í stöðu leikskólastjóra á leikskólanum Sólvöllum. Anna hefur starfað á leikskóla meira og minna síðastliðin tuttugu ár og verið deildarstjóri síðustu þrjú árin, fyrst á Sólvöllum og nú síðasta árið á leikskóladeildinni Eldhömrum.

Árið 2005 útskrifaðist Anna sem leikskólakennari frá Kennaraháskóla Íslands og er nú langt komin með framhaldsnám til M.Ed gráðu með áherslu á leiðtoga, nýsköpun og stjórnun.