Sigríður Hjálmarsdóttir hefur verið ráðin sem menningar- og markaðsfulltrúi hjá Grundarfjarðarbæ. Sigríður starfaði sem ráðgjafi hjá KOM almannatengslum ehf. og sá þar m.a. um kynningarmál og viðburðastjórnun. Hún hefur verið stundakennari við Háskóla Íslands og hefur jafnframt víðtæka reynslu af blaðamennsku og öðrum ritstörfum. Hún hefur jafnframt starfað að æskulýðsmálum, knattspyrnuþjálfun og löggæslu.

 

Sigríður er með MS próf í mannauðsstjórnun og BA próf í guðfræði, hvort tveggja frá Háskóla Íslands.

 

Sigríður mun hefja störf í ágúst.