Valnefnd í Setbergsprestakalli, Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi, ákvað á fundi sínum þann 18. ágúst síðastliðinn að leggja til að Aðalsteinn Þorvaldsson, cand. theol., verði ráðinn sóknarprestur í Setbergsprestakalli. Sex umsækjendur voru um embættið.

Embættið veitist frá 1. september næstkomandi. Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára að fenginni umsögn valnefndar. Valnefnd skipuðu níu manns úr prestakallinu ásamt prófasti Snæfellsness- og Dalaprófsstsdæmis.

Aðalsteinn Þorvaldsson lauk guðfræðiprófi frá HÍ 2001. Hann hefur starfað mikið innan skátahreyfingarinnar og gegnt stöðu félagsmálastjóra Bandalags íslenskra skáta frá 2006. 

Frétt af kirkjan.is