Grundarfjarðarbær hefur gert rekstrarsamning við fyrirtækið 65°Ubuntu um rekstur tjaldsvæðis bæjarins. Þessi samningur er gerður í kjölfar umfangsmikilla umbóta á tjaldsvæðinu, bæði hvað varðar stærð og staðsetningu. Í raun er um að ræða þrjú svæði sem henta mismunandi þörfum ferðalanga. Þessar breytingar hafa í för með sér að tekin verður upp gjaldtaka. Áform eru uppi um enn frekar stækkun og eflingu þjónustu.

 

Nánari upplýsingar um tjaldsvæði Grundarfjarðar er að finna hér.