Þorsteinn Birgisson hefur verið ráðinn í starf skipulags- og byggingafulltrúa hjá Grundarfjarðarbæ, en þrír sóttu um starfið. Hann hefur langa reynslu af störfum hjá hinu opinbera og starfaði um árabil sem deildarstjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur.

 

Þorsteinn var deildarstjóri á framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar 2007-2015 og sá um byggingareftirlit hjá Mosfellsbæ árið 2015. Hann hefur góða reynslu af tilboðsgerð, verkeftirliti og verkstýringum, auk gerðar námsgagna og kennslu á því sviði.

 

Þorsteinn er með BS gráðu í tæknifræði og sveinspróf í húsasmíði, auk löggildingar í hönnun og byggingastjórnun.

 

Þorsteinn mun hefja störf í byrjun september nk. Um leið og hann er boðinn velkominn til starfa hjá Grundarfjarðarbæ er Gunnari S. Ragnarssyni þökkuð góð störf.