Mánudaginn 16. október n.k. tekur Hjörtur Hans Kolsöe við starfi skipulags- og byggingafulltrúa í Grundarfirði. Hjörtur, sem er byggingafræðingur, hefur starfað undanfarna mánuði sem aðstoðarmaður á tæknisviði bæjarins. Jafnframt því að gegna starfi skipulags- og byggingafulltrúa, mun Hjörtur veita forstöðu öllum verkefnum á tæknisviðinu.

 

 

Við þessi tímamót lætur Jökull Helgason af starfi skipulags- og byggingafulltrúa Grundarfjarðar sem hann hefur gegnt frá árinu 2001. Jökull mun þó áfram starfa á tæknisviðinu um sinn við frágang ýmissa mála og verklegra framkvæmda ársins. Síðar í haust mun Jökull flytja ásamt fjölskyldu sinni til Borgarness þar sem hann hefur ráðið sig til starfa. Jökli eru þökkuð farsæl störf í þágu Grundarfjarðarbæjar og íbúa sveitarfélagsins.