Sigurlaug R. Sævarsdóttir hefur verið ráðin skrifstofustjóri á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar. Sigurlaug er með M.A. gráðu í mannauðsstjórnun og M.Sc. gráðu í heilsuhagfræði frá Háskóla Íslands auk B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst.

Undanfarin ár hefur Sigurlaug verið framkvæmdastjóri Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Sigurlaug mun hefja störf í ágúst.