Eyþór Björnsson hefur störf sem skrifstofustjóri Grundarfjarðarbæjar.

Hann er mörgum Grundfirðingum kunnur enda að snúa aftur eftir fimm ára fjarveru.

Eyþór  er fæddur í Reykjavík en alinn upp á Seltjarnarnesi. Foreldrar hans eru Björn Stefánsson verkstjóri hjá Seltjarnarnesbæ og Þorgerður Sigurjónsdóttir starfsmaður á Landakostsspítala. Eyþór útskrifaðist með stúdentspóf frá fjölbrautarskólanum í Ármúla og fór þaðan í Viðskiptafræði í Háskóla Íslands þar sem hann útskrifaðist 1991.Eftir það hélt hann alla leið til Istanbul í Tyrklandi þar sem hann vann sem skiptinemi hjá eignarhaldsfélagi en 1993 réði hann sig á skattstofu Reykjavíkur. Þaðan lá leiðin hingað til Grundarfjarðar árið 1998 og starfaði hann sem skrifstofustjóri Eyrarsveitar (og svo Grundarfjarðarbæjar) til ársins 2004. Tvisvar á því tímabili var hann þó starfandi bæjarstjóri u.þ.b. eitt ár í senn þegar Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri var í leyfi. Árin 2004 – 2008 vann hann sem  bæjarritari í Snæfellsbæ. Einnig starfaði Eyþór sem fjármála- og stjórnsýslustjóri Dalvíkurbyggðar2008 - 2009.

Grundfirðingar bjóða Eyþór velkomin til starfa að nýju.