Nýr starfsmaður, Björn Steinar Pálmason, hóf störf á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar í lok apríl sl.

 

Björn er ráðinn til afleysingar sem skrifstofustjóri, þar sem Friðbjörg Matthíasdóttir er farin í eins árs orlof, en hún eignaðist dreng þann 12. maí síðastliðinn. 

Björn Steinar er viðskiptafræðingur og sagnfræðingur að mennt. Hann lauk BA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1994. Árið 1996 lauk hann rekstrar- og viðskiptanámi frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands og hann er með MBA-gráðu í viðskiptafræði frá University of Edinburgh, þaðan sem hann lauk námi 2002.

Björn var forstöðumaður miðvinnslu í Sparisjóði Kópavogs og þar áður forstöðumaður reikningshalds í Sparisjóði Reykjavíkur. Áður starfaði hann í lána- og innheimtudeild, bókhaldsdeild, hagdeild og innra eftirliti Sparisjóðsins.