Vefur Bókasafns Grundarfjarðar hefur nýlega verið færður á vef Grundarfjarðarbæjar. Um leið var efnið lagað og uppfært. Reynt verður að takmarka efnið við aðstæður og þarfir íbúa Grundarfjarðar og þeirra sem leita gagna um sveitarfélagið og nágrenni þess.
Sérstaklega skal bent á Efnisskrá Eyrarsveitar sem er í uppbyggingu. Ábendingar um efni eru þegnar með þökkum.

Svo heppilega vill til að endurnýjaðurvefur Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns  var opnaður 1. september.

Í tilkynningu til bókasafna segir meðal annars:

„Á vefnum er að finna margvíslegt efni sem kemur bæði háskólafólki og öðrum að gagni. Þar er meðal annars að finna upplýsingar um bókasafnið og þjónustu þess, safnkostinn, útibú og sérsöfn. Nemendur geta t.d. flett upp á leiðsögn um heimildaleit. Þar er aðgangur að ýmsum gagnasöfnum og öðru efni, bæði í stafrófsröð og eftir fræðigreinum.“

Það sem helst bætir upp vefsíðu bókasafnsins okkar er skrá yfir rafræn íslensk tímarit og vefrit,  Heimildaleitir, Tenglar og jafnvel Fræðigreinin þín fyrir þá sem vilja halda við þekkingu sinni í námi eða starfi. Ekki má gleyma atriðisorðaskránni sem er þægileg ef rétta nafnið vantar á viðfangsefnið.