- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Laugardaginn 12. apríl síðastliðinn var opið hús milli kl. 20.00 og 22.00 á veitingastaðnum, Kaffi 59. Tilefnið var opnun á nýjum stað, þar sem Kristján IX var áður til húsa. Fjölmargir mættu á staðinn og færðu eigendunum árnaðaróskir. Á hinum nýja stað er áætlað að reka kaffihús, ásamt því að boðið verður upp á hefðbundna skyndibita, s.s. pizzur og hamborgara.
Það eru þrjár vaskar meyjar sem standa að rekstrinum ásamt eiginmönnum sínum. Það eru þær; Hrund Hjartardóttir, Dóra Aðalsteinsdóttir og Anna Aðalsteinsdóttir, en hún er betur þekkt undir heitinu Anna póstur.
Grundarfjarðarbær óskar aðstandendum Kaffi 59 velfarnaðar á nýjum vettvangi.