Geirfinnur Þórhallsson sem verið hefur verkstjóri í áhaldahúsi Grundarfjarðar sl. 5 ár lætur af störfum hjá Grundarfjarðarbæ í dag.  Í hans stað hefur verið ráðinn Jónas Pétur Bjarnason, en fimm umsækjendur voru um starf verkstjóra.

 

Jónas er 44 ára, kvæntur, og eiga þau þrjú börn, 15, 17 og 20 ára.  Undanfarin ár hefur fjölskyldan búið á Egilsstöðum. Jónas starfar nú við véla- og lagnavinnu hjá Bólholti ehf., Fellabæ, en hafði áður unnið m.a. hjá Áhaldahúsi Austur-Héraðs og Malarvinnslunni hf.  Hann er vanur tækjastjórnandi og hefur mikla reynslu af verklegum framkvæmdum.  Jónas stundaði m.a. nám við Iðnskólann í Neskaupstað, og hefur nýlega lokið starfsnámi í jarðlagnatækni o.fl.

Jónas hefur störf hjá Grundarfjarðarbæ þann 15. júní n.k., en Eyþór Garðarsson hefur verið ráðinn til afleysinga í áhaldahúsi fram að þeim tíma. Hægt verður að ná í Eyþór í s: 691-4343, sama númer og Geirfinnur hafði.

 

Geirfinni eru þökkuð vel unnin störf hjá bæjarfélaginu.