Lögninni komið fyrir í skurðinum

 

Í gær, þann 13. febrúar, var verið að koma fyrir nýrri fráveituútrás við höfnina, sem kemur í stað þeirrar sem fyrir er, en hún lendir inní landfyllingunni sem búið er að bjóða út.

Þessi nýja landfylling er frá ísverksmiðjunni að beinamjölsverksmiðjunni, norðan Stórubryggju.

 

Lögnin sem sett er niður er 600 mm plastlögn frá Reykjalundi og er hún grafin niður á um 3 m dýpi.  Brunnar eru einnig úr plasti. Lengd lagnarinnar er um 120 m.

Í framtíðinni er áætlað að tengja fráveituútrásina sem fer í sjó hjá Hótel Framnesi, inná þessa nýju lögn og afleggja þá sem fyrir er hjá hótelinu. Um verkið sjá Almenna umhverfisþjónustan ehf. og G.G. lagnir ehf.