Nýtnivika - skiptimarkaður

 

Nú er nýtt skólaár að hefjast og því að mörgu að huga. UMFG í samstarfi við Grundarfjarðarbæ ætlar að standa fyrir nýtniviku/skiptimarkaði fyrir íþróttafatnað og annað íþróttatengt í anddyri Samkomuhússins dagana 25. ágúst - 1. september.

Húsið verður opið frá kl. 10:00 – 20:00 alla dagana, þar sem hægt er að koma með íþróttafatnað, legghlífar, íþróttaskó o.fl. tengt íþróttum og leggja á borð eða hengja upp á snaga. UMFG hvetur alla til að taka þátt í þessu átaki með okkur, að nýta sér skiptimarkaðinn og virkja þannig með okkur hringrásina.

Leiðbeiningar fyrir skiptimarkaðinn:

1. Mætið með hreinar, heilar flíkur og/eða fylgihluti

2. Komið þessu fallega fyrir á borð eða á snaga

3. Takið það sem ykkur líst á

4. Það sem verður eftir í lok vikunnar verður gefið til hjálparsamtaka

 

Stjórn UMFG