Bókasafn Grundarfjarðar er meðal þeirra mörgu safna sem munu geyma bókaupplýsingar sínar í Gegni, hinu nýja landskerfi bókasafna. Bókasafnskerfið mun ná til um 90% landsmanna. Með því verður hægt að skoða útlán sín á vefnum og panta bækur.

 

Yfirfærsla gagna bókasafna sem hafa notað Feng fer fram um mánaðamótin. Vegna óhagræðis sem stafar af lokun gamla kerfisins mun útlánaskammturinn verða 3 bækur eða tímarit frá föstudegi 26. mars – 2. apríl. Þeir sem vilja fá páskaskammtinn sinn vel útilátinn ættu að koma fyrir 25. mars svo hægt sé að láta tölvurnar lána út.

 

Bókasafn Grundarfjarðar mun verða lokað í páskavikunni þ.e. 5. – 7. apríl og opna með nýju kerfi þriðjudaginn 13. apríl 2004.

Sjá http://bokasafn.grundarfjordur.is/